Search

Æðislegar Bollakökur

ég ætla að deila með ykkur þessari frábæru uppskrift sem að ég fékk hjá henni mömmu af þessum æðislegu bollakökum.


Hráefni í kökur


· 260 g hveiti

· 220 g sykur

· 6 msk bökunarkakó

· 1 tsk salt

· 1 tsk matarsódi

· 3 stk egg

· 2 tsk vanilludropar

· 160 ml olía

· 230 ml kalt vatnKveikið á ofninum og stillið á 180 °C

Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda og leggið til hliðar.

Síðan er þeytt saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til deigið verður létt í sér.

Lækkið hraðann í minnsta og bætið þurrefnunum rólega saman við og skafið vel niður í restina.

Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur.


Á meðan kökurnar bakast er lang best að byrja á kreminu


Hráefni í krem

· 125 g smjör eða smjörlíki, við stofuhita

· 350 g flórsykur

· 2 tsk vanilludropar

· 4 msk bökunarkakó

· Appelsínusafi eftir þörfum.


Hrærið smjörið og vanilluna, bætið svo flórsykri og kakó út í og appelsínusafa til að bleyta í. Hrærið þar til kremið er slétt og felt en passið að það verði ekki of þunnt.

Sett í sprautupoka og sprautað á kökurnar og stráið skrauti yfir ef vill.


það má segja að allir á heimilinu hafi verið ánægðir með þessar og var lítið sem ekkert eftir þegar kaffitíminn var búinn.

0 comments

©2020 by Lolita. PHH design