Search

Að velja bílstól fyrir barnið þitt

Bílstólar er það mikilvægasta sem foreldrar kaupa fyrir börnin sín. Það er mikilvægt að velja bílstól sem uppfyllir alla öryggisstaðla og sem barninu líður vel í.


Ég sem móðir með fyrsta barn vissi ekkert um svona mál þegar ég var ólétt. Ég hefði vilja vita nokkra hluti þegar ég var í þessum bílstóla pælingum og þess vegna ætla ég að skrifa þessa færslu þannig vonandi fá aðrir verðandi foreldrar svörin sem þau eru að leita að.Nr 1,2 og 3 er öryggið. Uppfyllir bílstóllinn sem þú ert að skoða alla öryggisstaðla?


Því miður þá eru mjög margir bílstólar í dag sem eru "knock offs". Það eru alltaf einhverjir peyjar þarna úti sem eru að reyna að græða með því að búa til knock offs. Ég get alveg sagt ykkur það að bílstólar eru aldrei ódýrir, rétt í þessu var ég að sjá auglýsingu á Facebook, bílstóll, vagn, kerra (bara allt settið) á 20.000 kr. ..... Ekki láta þetta plata ykkur, þetta tíðkast mikið á erlendum netverslunum þannig ég hef ekki séð þetta hér á landi. Að skoða umræður á netinu og tala við fjölskyldu og vini getur hjálpað þér mikið með þessa ákvörðun.


Hvernig bíl ertu á?


Það skiptir máli hvernig bíl þú ert á því margir bílstólar í dag eru festir með ISOFIX. Valmöguleikinn að festa með ISOFIX er yfirleitt í nýjum bílum. Það eru til eldri bílar sem eru með þennan kost en það er sjaldan sem maður sér þannig, alveg eins og það er sjaldan sem maður sér nýjan bíl sem er ekki með þennan valmöguleika.


Að kaupa bílstól sem vex með barninu


Við vorum með Adrían í ungbarnabílstól þangað til að hann var 6 mánaða. Við pældum mikið í að kaupa annan ungbarnastól fyrir hann en þegar við fórum að skoða betur þá var rosalega mikið úrval af stólum sem hentaði frá fæðingu og uppí 18kg. Við keyptum þannig stól, hann er 360° þannig það er hægt að hafa hann bæði framvísandi og bakvísandi, það eru allskonar eiginleikar sem gera allt svo þæginlegt og Adrían er rosalega sáttur með hann.


Kerrugrind sem bílstóllinn passar á


Ég fæ illt í bakið að sjá foreldra burðast um með ungbarnabílstól og barnið orðið kannski bara rosalega þungt. Ég persónulega mæli með að skoða grind sem bílstóllinn passar á, það sparar manni helling af tíma og puði.


Reyna að forðast að kaupa notaða stóla


Ef bílstóll verður fyrir minnsta hnjaskinu þá er hann ekki lengur öruggur. Það er engin leið til að sjá hvort stóllinn sé öruggur eða ekki (nema taka hann allan í sundur og þá ertu hvort sem er búinn að skemma hann). Það er meirað segja mælt gegn því að kaupa bílstól á netinu og fá sent heim að dyrum vegna þess að kassinn utan um stólinn getur verið meðhöndlaður illa.Eins og ég kom inná hérna áðan þá vissi ég ekki neitt um svona mál þegar ég var korter í að punga út barni. Ég sá mikið eftir stólnum sem við keyptum okkur fyrst og þess vegna keyptum við okkur bílstól nr 2 þegar hann var aðeins 6 mánaða. Jújú stóllinn var alveg fínn og öruggur en Adrían leið ekki vel í honum. Þessir punktar eru svona þetta helsta sem maður ætti að pæla í þegar það kemur að þessum pælingum. Ég vona að þetta hjálpi öðrum sem eru í þessum hugleiðingum.


Þangað til næst.....


0 comments

©2020 by Lolita. PHH design