Search

Að viðhalda andlegri heilsu í þessum faraldri

Við lifum á mjög fordæmalausum tímum og það getur tekið sinn toll á fólk. Margir hafa veikst og margir eru rosalega hræddir um að veikjast. Ég sjálf er drullu hrædd við þennan faraldur. Ég ákvað samt að láta þetta ástand ekki taka yfir hugann minn og gera allt sem ég mögulega get til að passa upp á mig og mína.


Maðurinn minn vinnur sem viðbragðsaðili þannig að ég og Adrían höfum sett okkur í sjálfskipaða sóttkví. Við erum sem minnst á meðal fólks nema þeirra sem eru næst okkur. Ég á langa sögu um kvíða og þunglyndi þannig ég hef horft á þetta ástand sem ákveðna áskorun. Það að vera mikið heima og einangruð getur verið erfitt. Ég þarf að passa það að detta ekki ofan í eitthverja holu sem er mjög auðvelt að gera þegar ástandið er svona.


Það eru fullt af hlutum sem ég geri til að gera daginn okkar góðan og passa að líðan okkar sé góð. Fyrst og fremst þá passa ég að Adrían er hamingjusamur því ef hann er ánægður þá er ég ánægð. Ég reyni að halda öllu hreinu og fínu heima hjá okkur því okkur fjölskyldunni líður best í hreinu umhverfi. Við förum út minnst 1x á dag, þótt það sé bara stuttur göngutúr. Þegar Adrían er að taka lúrinn sinn í hádeginu eða farinn að sofa fyrir nóttina þá tek ég smá tíma sem er bara fyrir mig, fer td í sturtu, hreinsi húðina, geri æfingar eða jafnvel bara vera sófakartafla og slaka á.


Það kemur alveg fyrir að við eigum erfiðan dag, td eftir svefnlausa nótt eða bara líðan ekki nógu góð. Við leyfum okkur stundum að vera bara á náttfötunum í kósý á svona dögum en þessir dagar eru samt ekki margir. Við erum mannleg og eigum okkar erfiðu og góðu daga þannig við förum alltaf eftir hvernig okkur líður. Ef allir eru hamingjusamir þá er lífið bara drullu gott.


Enginn af okkur er fullkominn og við eigum ekki að ætlast til að vera fullkomin. Við erum öll að gera okkar besta og við eigum að gefa sjálfum okkur hrós fyrir það sem við gerum. Þessi faraldur mun enda og vonandi bráðum þannig höldum áfram að standa okkur eins og hetjur og förum varlega.


Ekki gleyma því að það er ekki oft sem við fáum tækifæri á að bjarga mannslífum bara með því að chilla heima. Nýtum tíman og nærum okkar andlegu hlið og nærum sambönd við fjölskyldu og vini.


Takk fyrir mig.


©2020 by Lolita. PHH design