Search

Brjóstagjöf

Updated: Jul 2

Ég hef lengi haft áhuga á brjóstagjöf og alltaf fundist hún svo falleg, ég held að ég hafi verið jafn spennt fyrir henni og fæðingunni á meðan meðgöngunni stóð haha.

Því jú mæður hafa þann magnaða hæfileika að geta framleitt mjólk með öllum helstu næringarefnum sem barnið þarf fyrstu mánuðina, mjólkin inniheldur meðal annars mótefni frá mömmunni sem getur komið í veg fyrir sýkingar og sjúkdóma, hún myndar nánd og tengsl á milli móður og barns og hún kostar ekki neitt! En hun hefur lika svo marga fleiri kosti.


Ég var alltaf staðráðin í því að geta gefið brjóst og er mjög þakklát fyrir að geta það. Brjóstagjöfin hjá mér hefur alltaf gengið mjög vel og ég mjólkað eins og hin besta verðlaunakú.

Gabríel var kominn á brjóst á innan við klukkutima eftir fæðingu og tók brjóstið mjög vel og var duglegur að sjúga. En mjólkin hjá mér var frekar lengi að koma sem var fullkomlega eðlilegt sérstaklega þar sem ég missti svo mikið blóð og líkaminn þurfti tíma til þess að jafna sig, En þar að leiðandi mjólkaði ég ekki nóg fyrir hann fyrstu 3 dagana, svo hann þurfti að fá smá ábót upp á sjúkrahúsi. Á fjórða degi kom mjólkin og stálmarnir með.. ekki nóg með það, ég mjólkaði lika svo mikið að ég fékk stíflu í annað brjóstið sem var mjög vont, en ég náði sem betur fer að losa mig við hana sjálf.

En brjóstagjöf er ekki eins auðveld og fólk heldur þvi stálmi, stíflur, bólgur, sár og sprungur á geirvörturnar geta myndast og jafnvel sveppasýking, og allt þetta getur gert brjóstagjöfina mjög sársaukafulla og erfiða.

Og ekki má gleyma því hvað brjóstagjöf getur tekið verulega á andlegu hliðina og mæður eru oft á tíðum allt of harðar við sjálfa sig og kenna sjálfum sér um.

Oft þarf mikla þolinmæði fyrst um sinn þangað til að það er komið jafnvægi á og gefa þarf sér tíma í hana svo að brjóstagjöfin fari vel af stað og gangi upp.


En sannleikurinn er sá að sumar mæður eiga í vandræðum með brjóstagjöf strax í byrjun og stundum gengur hún bara alls ekki upp og barnið þarf að fá ábót eða þurrmjólk í pela, sem er alveg jafn gott.

Vert er að taka fram að konur eiga rétt á tveimur vitjunum frá brjóstgjafaráðgjafa innan við tveimur vikum frá fæðingu barns, sem sjúkratryggingar Íslands ættu að greiða fyrir. Gott er að heyra í brjóstgjafaráðgjafa til dæmis þegar að vandamál lýkt og sýkingar, slæm sár, mikill sársauki og annað sem þú gætir þurft hjálp við frá menntuðum fagmanni myndast. Ég þurfti ekki að notfæra mér þetta en ég mæli eindregið með því að nýta sér þessa þjónustu ef þú ert í erfiðleikum með brjóstagjöfina og vilt halda henni áfram.Ég elska þessar stundir okkar saman

Takk fyrir að lesa💕

©2020 by Lolita. PHH design