Search

Brjóstagjöf - Inga

Updated: Jul 2, 2020

Ég hélt að brjóstagjöf væri sjálfsagður hlutur. Ég var ekki búin að un

dirbúa mig undir að það gæti verið að ég myndi ekki ná að mjólka. Ég hélt að þetta væri bara eitthvað sem kemur þrátt fyrir að konur í kringum mig náðu ekki að gefa brjóst.


Það lak rosalega mikið úr brjóstunum mínum á meðgöngunni. Þegar ég lá á sængurlegudeild þá voru ljósmæðurnar allan sólahringinn að leiðbeina mér og hjálpa mér að koma flæðinu í gang. Ekkert var að ganga uppá deild og þær sögðu mér að þetta kemur á endanum. Ég var alltaf að bjóða barninu brjóstið en hann gafst upp fljótt í hverri gjöf þar sem það var ekkert að koma. Ég mjólkaði mig endalaust og komu einungis nokkrir dropar eftir marga klukkutíma. Heimaljósan mín hringdi í vinkonu sína sem er líka ljósmóðir og sérhæfir sig í brjóstagjöf. Þessi yndislega kona kom heim til okkar og var hjá okkur í marga klukkutíma að reyna að koma öllu í gang hjá mér. Eftir þennan dag þá sagði brjóstagjafa ráðgjafinn mér að ég væri með þannig tegund að brjóstum að ég er ekki með svokallaða mjólkurvefi. Hún sagði að ég get haldið áfram að reyna en þetta gengur stundum bara ekki upp.


Ég var algjörlega niðurbrotin og leið eins og ég væri misheppnuð og vanhæf. Þegar brjóstagjafa ráðgjafinn sá hvernig mér leið þá var hún ekki lengi að byrja að hvetja mig áfram. Ég er ekki misheppnuð eða vanhæf fyrir að geta ekki framleitt mjólk. Það eru fullt af konum sem geta ekki mjólkað og það er bara allt í lagi!

Þurrmjólkin í dag er orðin rosalega góð. Mín skoðun á þurrmjólk er frábær. Það eru til allskonar tegundir og Adrían endaði á því að fara á þurrmjólk sem heitir Pepticate. Þessi mjólk er notuð fyrir börn sem eru með óþol fyrir kúamjólk. Adrían fékk slæma kveisu fyrstu vikurnar og vorum mjög heppin að komast fljótt að hjá Gesi Pálssyni. Gestur var með grun um mjólkurofnæmi. Hann hringdi í vin sinn sem er Gunnar barnaofnæmislæknir og þið foreldrar sem hafið þurft að fara með börn til ofnæmislæknis vitið að það er mjög erfitt að komast að og marga mánaða bið. Gunnar tróð okkur inn hjá sér. Hann náði ekki að gefa Adrían greiningu þar sem það er ekki hægt að fá marktæka niðurstöðu á ofnæmisprófum hjá svona litlum börnum. Gunnar skrifaði uppá pepticate fyrir Adrían og drengurinn var allt annar eftir að hann byrjaði að fá hana! Svona óþol/ofnæmi vex yfirleitt af börnum þannig við höfum engar áhyggjur af þessu. Núna fær hann kalkbætta rísmjólk og hann er alsáttur með það!


Í samantekt þá eru mjólkurlausar mæður ekkert verri en þær sem mjólka! Ég hef einnig fengið að heyra frá nokkrum mæðrum að þær kusu að sleppa því að gefa brjóst. Brjóstamjólk eða ekki, við erum öll að gera okkar besta og gerum allt fyrir þessu litlu kríli!


Vinsælasta spurningin eftir fæðingu er “ertu með hann á brjósti?” og “afhverju ekki?”. Mér fannst þessi spurning alltof persónuleg í byrjun og skammaðist mín fyrir að svara neitandi. Ég fékk ekkert nema uppbyggjandi orð frá þeim sem spurði. Ég er mjög opin persóna og finnst núna bara frábært að fólk sýni okkur áhuga með því að spurja!

Eins og ég segi, við erum öll að gera okkur besta og stöndum okkur mjög vel!


Ást og friður.
0 comments

©2020 by Lolita. PHH design