Search

Fögnum ástinni!!

Updated: Jul 2, 2020

Í miðjum covid faraldri þá fór minn heitt elskaði á hnén. Við erum búin að vera saman í næstum 2 ár og ég vissi ekki að það væri hægt að elska svona mikið. Hann gaf mér lítið krafta verk sem ég elska útaf lífinu!

Þann 23.maí gengum við í það heilaga! Við vorum með litla athöfn fyrir okkar allra nánustu. Við vorum bara með 4 einstaklinga sem vitni þar sem við vildum hafa þetta rosalega lítið. Athöfnin var gullfalleg, rómantísk, einföld og full af ást. Elskulega frænka mín gifti okkur, við fórum með heitin okkar og sögðum bæði já!

Við ætlum að halda brúðkaup seinna, svona þegar það er ekki heimsfaraldur í gangi. Brúðkaupið sem við viljum þarf mikið fjármagn og við ætlum að taka okkar tíma til að safna fyrir þennan dag.


Ég ætla auðvitað að deila undirbúningnum með ykkur. Það er mikið sem þarf að plana og undirbúa. Við hjónin erum svífandi um á bleiku skýji og erum rosalega hamingjusöm!

Let’s plan a wedding folks!!
0 comments

©2020 by Lolita. PHH design