Search

Heiðrún Gréta - Kynningarfærsla

Updated: Jul 7, 2020

Góðan og blessaðan daginn elsku vinir!


Ég heiti Heiðrún og ég er nýr bloggari hjá lolita.is .

Ég er hrikalega spennt fyrir komandi tímum og hlakkar mig mikið til að byrja að blogga hér og fá að deila smá part af mínu lífi með ykkur, bæði hér og á instagram!


Til þess að segja ykkur aðeins frá mér þá er ég fædd á sama ári og ísland keppti í Eurovision með því frábæra lagi "nei eða já" með heart 2 heart... eða fyrir þá sem eru ekki með eurovisionviskuna á hreinu, árið 1992. Ég er því 28 ára gömul og er víst aldursforsetinn hér á lolita.is. Ég er gift yndislegum manni sem heitir Ragnar, og giftum við okkur 1. apríl 2018. Ég á eina stelpu úr fyrra sambandi sem heitir Aríana og hún er nýorðin 5 ára... FIMM! og svo eigum við Ragnar saman strák sem heitir Úlfur og hann verður 3 ára í nóvember næstkomandi. Við búum eins og er í PÍNU lítilli stúdíó íbúð, öll fjögur, sem er... ekki auðvelt, en við látum það ganga.

Ég er greind með Jaðarpersónuleikaröskun, Kvíða og félagsfærni.. þannig að þetta er eitthvað sem er algjörlega út fyrir þægindarrammann hjá mér.


Ég á mér ýmis áhugamál, meðal annars finnst mér gaman að skrifa, lesa, syngja, ferðast, föndra og ég er nýfarin að taka upp á því að hekla.


Ég mun eflaust skrifa um allt milli himins og jarðar. Leyfa ykkur að fylgjast með okkur í gegnum lífið, og sýna ykkur frá því góða og því slæma sem fylgir því að vera með geðraskanir, í vinnu, að hugsa um heimili, tvö börn og eitt stykki eiginmann.


en svo þetta verði ekki of langt... þangað til næst.


0 comments

©2020 by Lolita. PHH design