Search

Hræðileg lífsreynsla

Updated: Jul 2, 2020

Ég er búin að eiga erfiða síðustu daga eftir að litli strákurinn minn hætti að anda og lenti upp á spítala og langaði að skrifa aðeins um upplifunina mina frá því, En Laugardaginn 11 apríl fór ég með hann út í daglega göngutúrinn okkar, en það var frekar mikill vindur svo ég sneri fljótt aftur við, en þegar við vorum komin fyrir utan sá ég að hann var eitthvað skrítinn og var að froðufella svo ég dreif mig með hann upp stigann og tók hann úr vagnstykkinu, þegar ég tók hann upp var hann allur stífur og hreyfði sig ekki, ég reyndi að tala við hann og hristi hann en hann sýndi engin viðbrögð. Ég reif hann úr fötunum og bankaði svona í bakið á honum ef hann skildi vera að kafna, eftir eitthvern tíma fór hann að opna augum og “vakna”

Þetta gerðist seinni part laugardagsins og hann var alveg hress og venjulegur svo ég fylgdist bara með honum alla nóttina og hringdi síðan uppá barnaspítala hringsins um morguninn og þau vildu fá hann í skoðun.

Við brunuðum til Reykjavíkur og ég sat í aftursætinu með honum alla leiðina, þegar við komum var hann skoðaður í bak og fyrir, Það var tekið blóðprufur, hjartalínurit, strokur úr munn og nefi og tengdur í tæki til þess að fylgjast með púls og fleira, allt leit eðlilega út en þau vildu samt leggja okkur inn og fylgjast með honum yfir nóttina.

Daginn eftir fórum við niður á spítalann í fossvogi í heilalínurit og röntgen og síðan héldu endalausar skoðanir áfram. Við þurftum að bíða eftir niðurstöðunum svo við gistum aðra nótt þarna.

Síðasta nóttin var mjög erfið þar sem hann grét mjög mikið og vildi bara alls ekki sofna, ég var buin að sofa mjög litið og var ennþá að reyna að jafna mig eftir þetta allt saman og hann tengdur í fullt af snúrum svo það gekk mjög brösulega að reyna að svæfa hann.

Á þriðjudeginum kom taugalæknir upp í herbergi og fór yfir niðurstöðurnar úr rannsóknunum með mér og allt leið eðlilega út og hann er mjög heilbrigður og fínn en þetta var bara ákveðið tilvik sem læknarnir kalla ALTE (Apparent life-threatening event) en það þýðir að það klikkaði bara eitthvað í líkamanum sem olli því að hann hætti að virka almennilega. Það veit enginn hvers vegna þetta gerist eða hvort hægt sé að koma í veg fyrir þetta, en þetta er víst ekki algengt en það eru meiri líkur á því að þetta gerist aftur með barn sem þetta hefur komið fyrir áður, Svo hún mældi með því að fylgjast vel með honum og læra skyndihjálp til þess að vera viðbúin ef þetta skyldi gerast aftur. Einnig var fjölskylda kærasta míns svo yndisleg og keypti snuza tækið fyrir okkur til þess að fylgjast með öndun hans á meðan hann sefur


Ég læt fylgja nokkrar myndir frá þessari helgi.


En ég er mjög þakklát fyrir fólkið á barnaspítala hringsins sem hugsaði svo vel um okkur og reyndu sitt allra besta til þess að finna út hvað gerðist og útilokuðu alla möguleika.

Einnig er ég mjög fegin að kærasti minn mátti vera með okkur allan tímann sem er ekki sjálfgefið á þessum tímum vegna Covid19, Ég hefði ekki getað verið ein þarna í óvissunni❤️

0 comments

©2020 by Lolita. PHH design