Search

Jógúrt möffins

Hráefni

· 5 dl Hveiti

· 2 dl Sykur

· 220 gr Smjörlíki

· 1 dós Kaffi eða Karamellujógúrt

· 100 gr Suðusúkkulaðibitar

· 50 gr Saxaðir súkkulaðibitar

· ½ tsk Matarsódi

· 3 stk Egg

· 1-2 tsk Vanilludropar


Aðferð

Byrjað er á því að stilla ofninn á 160°C blástur og leyft honum að hitna.

Síðan er blandað öllu þurrefninu saman í skál og hrært saman

Næst setjum við smjörlíki í glas og inn í örbylgjuofn þar til smjörið er alveg bráðið, gott er að hræra aðeins í því svo það skilji sig ekki.

Þegar smjörlíkið er alveg bráðið, blöndum við því saman við þurrefnið, bætum eggjum og vanilludropunum og því hrært vel saman, nóg er að hræra þetta saman með sleif.


Þar næst snúum við okkur að súkkulaðinu, Ég notaði súkkulaði dropa frá kirkland sem ég

keypti í costco, en saxaði niður 50 grömm því mér fannst vanta litlu bitana.

Ef notað er venjulegt suðusúkkulaði er það allt saxað niður.

Þegar búið er að hræra súkkulaðið við deigið er komið að því að setja það í möffins form.

Ég hef prufað margs konar form og finnst mér stífari form henta betur, þar sem deigið er frekar blautt. Gott er að reikna með einni matskeið í hvert form, raðið formunum á plötu og bakið í 20-25 mínútur.

0 comments

©2020 by Lolita. PHH design