Search

Kostnaður á bakvið barneignir

Updated: Jul 2, 2020

Það er ekkert leyndamál að eignast barn er drullu dýrt! Veskið hjá manni fær nett kvíðakast þegar það koma 2 línur á pissustöngina! Það er samt hægt að spara á mörgum sviðum.


Það er til eitthvað sem kallast gerviþarfir. Ég veit ekki hversu miklum pening ég eyddi í hluti sem eru eitthversstaðar niðri í geymslu og hafa aldrei verið notaðir.


Þegar ég var ólétt þá fór ég í smá rannsókn og skoðaði hvað hlutir kostuðu hérna á Íslandi og erlendis. Mismunurinn var rosalegur og ég fékk nett sjokk! Mest allt sem við keyptum fyrir Adrían er keypt að utan fyrir utan stóru húsgögnin og öryggismunir (bílstóll og kerra/vagn). Við spörum ekki peningana þegar það kemur að öryggi barnsins.

Til að taka sem dæmi þá keyptum við Avent pela á 1.700 kr. sem hefði kostað 8.000 kr. hérna heima. Hreiður sem við keyptum úti kostaði 5.000 kr. en hefði kostað í kringum 13.000 kr. hérna heima. Allar vörurnar voru í rosalega góðum gæðum og við vorum rosalega ánægð með öll kaupin.


Annað sparnaðar ráð er að kaupa notaða hluti. Maður getur sparað rosalega á því! Alltaf gott að geta nýtt hluti aftur. Ef hluturinn er illa farinn þá er alltaf hægt að pússa/mála/filma/spreyja. Það sama með fatnað, afhverju ekki að nýta föt sem eru notuð. Við verslum mikið í Barnaloppunni. Við fengum reyndar alveg ógeðslega mikið af fötum gefins og vorum að drukkna í fötum! Það voru rosalega margar flíkur sem við náðum ekki að nýta (önnur gerviþörf að þurfa að eiga mikið af fötum).


Vonandi er einhver sem getur nýtt sér þessi ráð.


Takk fyrir mig!0 comments

©2020 by Lolita. PHH design