Search

Kynningarblogg - Inga

Updated: Jul 2, 2020

Hæhæ, Inga Laila heitir ég og ég er nýr bloggari hjá Lolita.is, ég er 22 ára og á einn lítinn prins sem er að verða 1 árs 10.maí og heitir Adrían Leví. Ég er nýlega trúlofuð yndislegum manni og við erum búsett í Reykjavík.


Ég hef lengi verið að fikta við þá hugmynd að byrja að blogga en hef aldrei fengið nægilega mikinn innblástur til að láta verða að því. Ég ákvað að taka stórt stökk og stíga út fyrir þægindaramman.


Ég elska að vera mamma og sinna heimilinu. Ég legg mig mikið fram í að halda uppi fallegu heimili og mun ég sýna mikið frá því meðal annars. Ég mun skrifa mikið um móður hlutverkið, bæði góðu og slæmu tímana.


Ég hlakka til að deila lífinu mínu með ykkur og mun einnig vera með Maríu að halda uppi Instagram reikningi Lolita.is


Takk fyrir mig.0 comments

©2020 by Lolita. PHH design