Search

Kynningarblogg - Maria

Updated: Jul 2, 2020

Hæhæ Maria Rós heiti ég og er rithöfundur og eigandi Lolita.is, ég er 20 ára og er ólétt af mínu fyrsta barni, ég er fædd og uppalin á Akranesi og er nýflutt hingað aftur með unnusta mínum, Palla og kisunni okkar Njalla. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á börnum og hefur alltaf langað að halda uppi svona bloggi og geta sýnt frá lífi mínu. Í byrjun 2020 leiddist mér í fæðingarorlofinu og ákvað ég bara að láta verða að þessu, þar sem ég er ekki að vinna og get eytt tímanum minum í skrif á meðan ég bíð eftir barninu og í orlofinu. Ég bað kærasta minn um að hjálpa mér að setja upp síðuna, þar sem hann er grafískur hönnuður og mjög flinkur í öllu svona og byrjaði bara að skrifa. Fyrstu færslurnar munu líklegast snúast um barnið og lífið í kringum það en ég stefni líka á að skrifa um allt mögulegt. Ég set inn nokkrar staðreyndir um mig hér fyrir neðan svo þið getið fengið að kynnast mér aðeins betur. - Ég er fædd árið 1999 og verð 21 árs í september. - Ég er ólétt og á von á strák í febrúar, Svo það er ansi stutt í hann. - Ég elska að gera hreint og fínt í kringum mig og skipuleggja. - Ég hef gaman af því að ferðast, bæði innanlands og utanlands. - Ég hef mikinn áhuga á snyrtifræði og öllu sem tengist húðumhirðu.

- Ég ólst upp í sveit og hef mikinn áhuga á dýrum, en eins og er á ég bara einn kött. Ég er að stíga langt út fyrir þægindarammann með þessu en er samt sem áður mjög spennt fyrir komandi tímum og vona að þið séuð það líka:) Takk fyrir mig


0 comments

©2020 by Lolita. PHH design