Search

Lasagna

Ertu komin með leið á þessu venjulega Lasagna eða jafnvel þessu tilbúna úr Bónus?

þá er tilvalið að fara eftir þessari æðislegu uppskrift af Lasagna sem klikkar aldrei.


Hráefni

· 500 gr. Nautahakk

· ½ krukka Pastasósa

· 1 stór dós Kotasæla

· Grænmeti að vild, t.d. laukur, paprika og sveppir

· 1 poki rifinn ostur

· 9-10 lasagna plötur, Barilla


Aðferð

Steikið hakkið og kryddið að vild, ég mæli með papriku og hvítlaukskryddi.

Setjið grænmeti út í hakkið ef vill. síðan er bætta pastasósunni út í og tekið pönnunna af hellunni. Spreyja eða smyrja skal eldfast mót og setja svo helminginn af hakkinu í botninn. Leggja svo lasagna plötur yfir hakkið og ofan á þær helminginn af kotasælunni og svo aftur plötur. Hinn helmingurinn af hakkinu kemur svo ofan á og þriðja umferðin af plötum og restin af kotasælunni ofan á þær. Passa að dreifa vel úr þannig að kotasælan hylji alveg plöturnar þar næst dreyfum við rifna ostinum yfir allt saman.ég set Smá paprikukrydd ofan á ostinn og síðan inn í ofn við 200 gráður í 20-25 mínútur.


þetta er uppskrift sem klikkar aldrei, margir eru smeikir við kotasæluna en hún gerir bara betra bragð og mýkir upp í Lasagnainu og gerir það mun betra.0 comments

©2020 by Lolita. PHH design