Search

Must have fyrir barnið

Updated: Jul 2, 2020

Nú eru mjög skiptar skoðanir á því hvað maður þarf að eiga fyrir komu barnsins og margar sem vita bara ekkert hvað þær eiga að kaupa þegar að kemur að fyrsta barni. Ef þú hefur átt eða átt von á barni þá hefur þú líkegast heyrt að þú þurfir ekki þennan hlut eða að þetta sé algjör óþarfi, ég persónulega þoldi ekki að heyra þetta þó svo að sumt hafi verið hjálplegt. En ég tók saman lista yfir þá hluti sem mér fannst vera mikilvægt að eiga og vildi hafa tilbúið áður en hann kæmi í heiminn, því engin börn eru eins og það sem þú notar ekki neitt gæti næsta manneskja notað mjög mikið. En hérna eru hutir sem ég notaði mjög mikið.


Skiptiborð

Ég er með skiptiborð inn í herberginu hans sem ég nota mjög mikið og hef ekki skipt á bleyju annars staðar en þar. Einnig nota ég það líka þegar ég er að klæða hann og sem geymslu undir krem og svoleiðis hluti, Svo ég gæti ekki hugsað mér að vera ekki með skiptiborð.


Bleyjutunna

Við erum með tunnu frá angel care við hliðina á skiptiborðinu og mér finnst þægilegt að geta bara hent bleyjunum þangað og verið laus við kúkalytina sem fylgir.


Taubleyjur

Finnst rosalega þægilegt að hafa taubleyjur nálægt til þess að þurka mjólk og ælu og til þess að hafa undir hausnum þegar ég er buin að gefa honum og svona.


Hreiður

Við fengum svona kúru hreiður að gjöf og höfum haft í vöggunni þar sem hann sefur á nóttunni og það er mjög þægilegt en alls engin nauðsyn finnst mér.


Teppi - swaddle

Frá því að við komum heim höfum við verið að vefja hann inn í teppi eins og burrito og hefur það verið partur af kvöldrútinunni okkar. Hann sefur mjög vel svoleiðis og þetta gefur ákveðið öryggi að vera svona þétt pakkaður inn.

Náttgallar

Ég elska að hafa hann í náttgöllum og klæddi hann eiginlega ekki í neitt annað nema þegar við fórum eitthvert út fyrstu dagana.


Ömmustóll

Mér finnst mjög þægilegt að geta skellt honum í ömmustólinn sem við erum með þegar ég þarf að gera eitthvað eins og að elda eða taka til og þrífa, en samt geta haft hann hjá mér og fylgst með honum.


Síðan er það auðvitað vagn, bílstóll og vagga eða rúm fyrir barnið til þess að sofa í ofl.

Minn sefur í vöggunni á hverri nóttu og síðan byrjuðum við að fara mjög snemma með hann í göngutúr í vagninum og fannst mér mikilvægt að hafa góðann kerrupoka til þess að halda honum hlýjum og vernda hann aðeins betur.


Síðan eru líka hlutir fyrir mig persónulega sem ég gat ekki lifað án


Fjölnota brjóstapúðar

Ég mjólka mjög vel og lek þar að leiðandi mikið og ég hef verið að nota þessa fjölnota bómullarpúða sem lekavörn og hent þeim síðan bara í þvottavélina með barnafötunum. Ég stefni á að nota þá í þónokkurn tíma svo ekki skemmir fyrir hvað þeir eru umhverfisvænir!


Mjólkursafnari - Hakaa

Eins og ég nefndi fyrir ofan mjólka ég mjög mikið og mer finnst þessi mjólkursafnari frá Lansinoh algjör snilld! Ég skelli þessu á annað brjóstið á meðan ég gef hitt brjóstið, og safna þó nokkru miklu magni af mjólk sem ég get fryst. Einnig hef ég notað þetta sem nokkurs konar pumpu þegar brjóstin eru vel full.


Nærbuxur og dömubindi

Ég var ekki búin að pæla nógu mikið í úthreinsuninni eftir fæðinguna og auk þess hafði ég aldrei notað dömubindi áður svo ég keypti bara pakka af eitthverjum dömubindum sem ég sá út í búð og þoldi þau síðan ekki þegar að kom að nota þau. Svo ég mæli mjög mikið með því að velja dömubindi sem henta ykkur og eru þægileg, því það munar svo miklu þegar allt er svona viðkvæmt þarna niðri.

Ég var í sama vandamáli með nærbuxur og átti engar nógu stórar eða þægilegar svo ég endaði á að nota nærbuxur af kærasta mínum sem hann notaði ekki og ég ELSKAÐI þær. Það var svo mikill munur á því að vera í nokkurs konar stuttbuxum sem voru samt nægilega þröngar fyrir mig.

Ég mæli líka með því að eiga svona "peri bottle" eða flösku með vatni sem þú getur notað til þess að skola þarna niðri í klósettferðum, mjög þægilegt!


Þetta er svona það allra helsta sem mer fannst ég þurfa að eiga en auðvitað er alltaf hægt að kaupa hlutina eftir að barnið fæðist. Ég mæli með því að búa til þinn eigin lista sem hentar þér og þínum þörfum og ekki kaupa allt í einu, ég fékk mikið gefins og lánað og mæli ég eindregið með því að kaupa líka notað eins og til dæmis í barnaloppunni.

0 comments

©2020 by Lolita. PHH design