Search

Nætursvefn barna

Updated: Jul 2

Þegar ég var ólétt ég las ég mig óendanlega mikið til um nætursvefn barna. Það eru til milljón rannsóknir um svefn barna og það er engin "rétt" leið. Fólk þróar með sér sínar skoðanir og fer eftir því.


Ég ákvað á meðgöngunni að venja son minn á að sofna sjálfur mjög snemma. Ég var búin að spurja mæður í kringum mig og fékk mjög mörg og mismunandi svör. Margar sögðu að þær sjá eftir að hafa ekki vanið barnið sitt snemma á að svæfa sig sjálft. Sumar sögðu að þeim finnst þessi tími sem þær eru að svæfa barnið mjög dýrmætur tími. Ein sagði meirað segja að henni finnst það vera "lazy parenting" að láta barnið svæfa sig sjálft.


Adrían Leví hefur aldrei verið með vesen við að sofna síðan hann fæddist (auðvitað fyrir utan veikindi og tanntökur). Ég er mjög þakklát fyrir að hann sefur vel á næturnar, hann er algjört rútínu barn og líður best þegar allt er í rútínu.


Við foreldrarnir erum rosalega á móti "cry it out" svefnþjálfunina. Við höfum nokkrum sinnum þurft að svefnþjálfa Adrían aftur eftir veikindi eða tanntökur. Ég fann rannsókn á netinu sem reyndist foreldrum mjög vel og við prófuðum aðferðina. Við settum Adrían uppí rúm á sama tíma og alltaf, pössuðum að gera nætur rútínuna eins og alltaf. Ef Adrían byrjaði að gráta eftir að ég fór fram, þá fór ég strax aftur inn til að sýna honum að ég er enþá þarna og passa að honum líði ekki eins og hann sé yfirgefinn. Lykil atriðið í þessarri svefnþjálfun er að veita sem minnstu þjónustuna (þ.e.a.s. ef það er ekkert að), bara fara inn, breiða yfir hann, kyssa og segja góða nótt. Ég gerði þetta mjög oft fyrsta kvöldið, ég er ekki með töluna á því hversu oft ég fór inn til hans og gerði þetta. Annað kvöldið þá styttist tíminn sem ég þurfti að fara inn til hans. Þriðja kvöldið þá grét hann ekkert.


Þegar börn fara uppí rúm södd, með hreina bleyju, engin veikindi þá er allt í góðu. Ef barnið fer að gráta þegar það er sett það upp í rúm og búið að útloka alla þessa hluti þá er að öllum líkindum óöryggi. Það verður að sýna barninu að þú ert þarna og ert ekki að fara neitt. Við viljum ekki að litlu krílin líði eins og þau séu ein og yfirgefin.


Ég vil taka það fram að ég er auðvitað enginn sérfræðingur, er aðeins að deila með ykkur þeim aðferðum sem hafa virkað fyrir okkur. Mikið af fólkinu í kringum mig hefur spurt hvaða aðferðið ég hef notað til þess að fá Adrían til að sofa svona vel þannig það er greinilega mikið af fólki sem hefur verið að berjast við þetta vandamál. Ég vona að þessi færsla mun hjálpa ykkur og þið sem hafið prófað aðrar aðferðir fyrir svefnþjálfun með góðum árangri, væri gaman að fá að heyra frá ykkur. Alltaf gaman að heyra reynslusögur.


Takk fyrir mig.

©2020 by Lolita. PHH design