Search

Nafna tilkynning - Gabríel Máni

Updated: Jul 2

Við ákváðum að tilkynna nafnið á syni okkar í síðustu viku, fjölskyldu og vinum til mikillar gleði. Við ætluðum alltaf að halda því fyrir okkur og tilkynna það í skírninni en eins og ástandið er núna þurftum við að fresta henni og vitum ekkert hvenær við getum haldið veisluna.


Við vildum gera eitthvað aðeins skemmtilegra en að skrifa bara nafnið á netinu svo kærasti minn bjó til krossgátu með spurningum um okkur sem myndaði síðan nafnið, nánasta fjölskylda fékk síðan krossgátuna og þurftu að vinna smá fyrir nafninu. Og það sló alveg í gegn!

Síðan skrifaði ég nafnið á samfellu sem hann átti og tók mynd af honum í henni til þess að senda á restina af fólkinu okkar.Það er í rauninni engin sérstök meining sem fylgir nafninu, Okkur fannst það bara fallegt og við vorum bæði loksins sammála eftir langa baráttu að rétta nafninu.

Það er líka mjög skemmtileg tilviljun að Palli (kærasti minn) er með lítinn mána á fætinum á sér, sem ég tattúaði á hann fyrir nokkrum árum síðan. Gaman að breyta eitthverju litlu heimatattúi í fallega og skemmtilega minningu❤️

©2020 by Lolita. PHH design