Skírnarveisla
Gabríel Máni okkar var skírður þann 27. Júní eftir langa bið sökum covid-19 faraldursins. Eg var búin að hlakka mjög mikið til og búin að kaupa flest allt og skipuleggja alla veisluna þegar við þurfum að fresta henni.
Við vorum svo heppin að fá frían sal fyrir daginn og fengum prest þangað til þess að skíra hann, sem sparaði okkur mikinn pening.
Mig langaði til þess að skíra hann í kjól og hafa hann persónulegan svo að ég bað frænku hans um að prjóna hann fyrir okkur, ég sýndi henni myndir af því sem ég hafði í huga og sagði henni hvernig ég vildi hafa hann og ég gæti ekki verið ánægðari með hann, Þykir svo vænt um hann!


Við ákváðum að hafa léttar veitingar og köku fyrir gestina, en þær eru eftirfarandi
Skírnarterta frá myllunni
Rice krispies turn
Tvær tegundir af heitum brauðrétt
Tortillur með osti á milli
Kleinur
Litlir bláir marengstoppar
kjúklingaspjót
kjúklingafranskar
Honey mustard, chili mayo og ranch ídýfur með

Skrautið sem við vorum með keyptum við á AliExpress, og kærasti minn bjó til litlar tásur með nafninu hans prentað á sem við dreifðum um öll borð og gestir tóku með sér heim.
Kertið og gestabókin keypti ég í litlir og föndur og skreytti sjálf, en við vorum með aðeins öðruvísi gestabók. Við tókum með okkur auka síma og lítinn Bluetooth prentara sem ég átti og tóku allir gestirnir mynd af sér og skrifuðu smá kveðju eða nafnið sitt undir myndina. Síðan settum við fleiri myndir frá deginum í bókina og skrifuðum aðeins meira frá honum, sem verur gaman að skoða og fletta í gegnum í framtíðinni.


Allt í allt var dagurinn yndislegur og svo gaman að fá að njóta hans með vinum og fjölskyldu! <3